Livio hópur

Livio Reykjavík er ásamt sjö öðrum deildum í Svíþjóð og einni í Noregi hluti af fyrirtækja samsteypunni sem nefnist Livio.

Livio er í forystu á sviði glasafrjóvgunarmeðferða á Norðurlöndunum. Það var stofnað árið 2000 af dr. Steffan Lundberg og dósent Håkan Wramsby undir nafninu IVF kliniken Stockholm til þess að auka aðgengi að glasafrjóvgunum á Stokkhólmssvæðinu. Síðan hefur fyrirtækið vaxið með það að markmiði að gera tæknifrjóvgunarmerðir sem aðgengilegastar fyrir alla. Árið 2011 breytti fyrirtækið um nafn frá IVF-kliniken Stockholm yfir í nafn sem lýsir betur starfseminni eða Livio.

Mikil áhersla er lögð á að gæðaprófa nýja verkferla og meðferðarform til þess að gera nýjustu og bestu aðferðir sem aðgengilegastar fyrir sem flesta, með það að markmiði að auka möguleika á þungun og einfalda meðferðarferlið.

Á öllum deildum Livio eru nú gerðar um 7000 meðferðir á ári samanlagt.

Árið 2008 var rannsóknarhlutinn stofnaður, IVF Research Sweden. Tilgangurinn er að samhæfa og setja í gang rannsóknaverkefni og þar með stuðla að þróun Livio bæði hvað varðar niðurstöður og meðferðarferli.