Uppsetning á fósturvísi
Fósturvísir þarf að uppfylla skilyrði til þess að vera valinn til uppsetningar á degi 2, 3 eða 5 eftir eggheimtu. Til að auðvelda uppsetninguna er mælt með því að þvagblaðra sé full. Aðgerðin er skammvinn og ætti ekki að vera óþægileg eða sársaukafull. Margar konur hafa áhyggjur af því að missa fósturvísinn en hann er vel varinn í leginu. Það er svo undir fósturvísinum sjálfum komið hvort hann skiptir sér frekar og festist í leginu.
Frystur fósturvísir er settur upp á sama máta og lýst er hér að ofan eftir að hafa verið afþíddur að morgni uppsetningadags. Langflestir fósturvísar lifa af afþíðinguna og eru samþykktir til uppsetningar.