Fyrir hverju er skimað? – Heilsufarsskýrslan og blóðsýnatakan

Það er mjög mikilvægt að allir gjafar séu við góða heilsu. Þess vegna skimum við alla gjafa okkar vel áður en gjöf er samþykkt. Þessi skimun fer bæði fram með viðtölum, smitsjúkdómaprófum, erfðafræðilegri rannsókn og almennri læknisskoðun.

  • Blóðsýni er rannsakað með hliðsjón af:
  • HIV I/II
  • HTLV I/II
  • Lifrabólga B
  • Lifrabólga C
  • Sárasótt
  • Klamydía
  • Lekandi
  • Blóðflokkur

Erfðafræðileg skimun

  • Ættgengt dvergkornablóðleysi (thalassamia)
  • Sigðkornafrumublóðleysi
  • Slímseigjusjúkdómur (Cystic Fibrosis)
  • SMA-sjúkdómur
  • Arfgent heyrnarleysi (GJB)
  • Tay-Sachs sjúkdómur
  • Litningagreining

Um það bil sex mánuðum eftir fyrstu gjöf er tekið nýtt smitsjúkdómapróf (HIV, HLTV, lifrabólga B og C, og sárasótt). Á meðan er sæðið geymt í sóttkví til að fyrirbyggja að sæði sem gæti innihaldið slíka smitsjúkdóma sé notað. Um leið og niðurstöður prófa og skimana liggja fyrir og tryggt er að ekkert smit sé til staðar er sæðið gert aðgengilegt til gjafar og þá færð þú þóknun fyrir gjöfina.