Um Livio Sperm Bank

Livio er leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndunum á sviði frjósemismeðferða og hefur um árabil skilað ríkulegum árangri fyrir tilstilli gjafa, bæði á frjósemismeðferðarstöðinni í Umeå og í Reykjavík. Nú höfum við tekið næsta skref á þeirri vegferð með stofnun Eggja- og sæðisbanka Livio, en með því gátum við, frá og með 1. janúar 2019, víkkað gjafastarfsemina út svo hún nær einnig til annarra meðferðarstöðva Livio á Norðurlöndunum.

Mona Bungum læknir, einn fremsti sérfræðingur Norðurlanda, er forstöðumaður eggja- og sæðisbanka Livio.

Eggja- og sæðisgjafarnir sem leggja til eggja- og sæðisbanka Livio eru valdir af kostgæfni, á grundvelli ítarlegra viðtala og heilsufarsrannsókna til að tryggja að gjafar uppfylli allar nauðsynlegar kröfur.

Við leggjum ríka áherslu á að þú, sem gjafi, fáir hlýjar viðtökur og góða umönnun og njótir fyllsta öryggis.

Í eggja- og sæðisbönkum Livio eru öryggi og gæði í fyrirrúmi. Allar meðferðarstöðvar og rannsóknarstofur okkar eru ISO-9001-vottaðar.