Árangur

Hver og einn sjúklingur er einstakur og líkurnar á þungun eftir glasafrjóvgun eru mjög háðar aldri og ástæðu ófrjóseminnar. Hjá Livio leggjum við okkur fram um að laga meðferðina að forsendum og þörfum hvers sjúklings.

Glasafrjóvgun með uppsetningu á ferskum eða frystum/þíddum fósturvísi leiðir að jafnaði til þungunar hjá 35-50% sjúklinga undir 39 ára aldri en mikill munur er á líkunum tengt einstaklingsbundnum þáttum.

Við tæknisæðingu eru líkurnar sambærilegar hinni náttúrulegu frjósemi. Hún er sem best í kringum 20-25 ára aldur og þá eru líkurnar á þungun í hverjum tíðahring um 25%. Með hækkandi aldri lækka líkurnar og eru orðnar um helmingi lægri um 35 ára aldur og lægri en 5% eftir 41 árs aldur.

Áhættan á fósturláti er 10-40% og eykst með hækkandi aldri. Þessi áhætta er óháð því hvort þungun hefur orðið til með aðstoð frjósemismeðferðar eða ekki.

Með endurteknum glasafrjóvgunarmeðferðum og uppsetningum fósturvísa aukast samanlögðu líkurnar á að eignast barn. Framfarir í frystingu og þíðingu fósturvísa hafa orðið til þess að í dag eru líkurnar á að eignast barn með frystum fósturvísum þær sömu og með ferskum fósturvísum.

Við berum árangurstölur okkar saman við opinberar tölur frá Svíþjóð (Q-IVF) en þar er niðurstöðum allra deilda safnað saman og birtar opinberlega. Gæði, öryggi og árangur glasafrjóvgunarmeðferða í Svíþjóð er á meðal þess besta sem gerist í heiminum.

Ferskar meðferðir – eigin frumur:

 

Líkur á að eignast barn eftir glasafrjóvgun (IVF/ICSI) með eigin kynfrumum, allir aldurshópar.

 

Líkur á að eignast barn eftir glasafrjóvgun (IVF/ICSI) með eigin kynfrumum, eftir aldri konu. 

 

FET meðferðir – eigin frumur:

Líkur á að eignast barn eftir uppsetningu á frystum fósturvísi (FET), eigin kynfrumur, allir aldurshópar.

 

Líkur á að eignast barn eftir uppsetningu á frystum fósturvísi (FET), eigin kynfrumur, eftir aldri konu.

 

Gjafaeggjameðferðir:

Líkur á að eignast barn eftir uppsetningu á frystum fósturvísi með eigin eggjum eða gjafeggjum hjá 38 ára og eldri.

 

Tæknisæðing:

Líkur á fæðingu eftir tæknisæðingu með gjafasæði, allir aldurshópar.

Tölfræðin að ofan byggir á gögnum um meðferðir hjá Livio Reykjavík 2019-2022 og til samanburðar eru meðferðir frá Svíþjóð frá 2021.