Hvernig hámarka ég gæði sæðisins?

Ein besta leiðin til að bæta gæði sæðisins er líka ein sú einfaldasta: forðastu að láta eistun verða heit. Nærfötin sem þú notar gegna stóru hlutverki í þessu. Nýlega var birt rannsókn á áhrifum nærfata karla á sæðisframleiðsluna. Þú getur lesið meira um það hér. Rannsóknin sýndi að karlar sem notuðu víð og laust sniðin nærföt mynduðu 25% meira sæði og 33% meira af hreyfanlegum sæðisfrumum en karlar sem notuð þröng nærföt. Boxaranærbuxur eru bestar.

Þú ættir líka að forðast vel heit böð, heita potta og annað sem hækkar hitastigið í eistunum, því það getur dregið úr sæðisframleiðslunni.

Reykingar, bæði tóbaks- og kannabisreykingar, sem og óhófleg áfengisdrykkja eru þekktir áhættuþættir fyrir skertri frjósemi hjá körlum.

Það er líka mikilvægt að vera í kjörþyngd þegar maður vill halda fullri frjósemi. Gæði sæðis hjá körlum með hátt BMI hafa reynst vera lakari en hjá körlum í kjörþyngd. Drykkir sem innihalda sykur, svo sem gosdrykkir og orkudrykkir, sem og neysla prótínfæðubótarefna, geta haft neikvæð áhrif á frjósemi karla.

Sumar rannsóknir benda til þess að geislun frá farsímum í buxnavösum eða fartölvum sem setið er með í kjöltunni geti skert gæði sæðis, en þetta hefur ekki enn verið sannað með fullnægjandi hætti.

Hámarkaðu sæðisframleiðsluna:

  • Forðastu hita
  • Forðastu sígarettur, vímuefni og áfengi
  • Borðaðu hollan mat.