Að þiggja egg

Eggjagjöf hentar ákveðnum hópi para og einstaklinga sem eiga við ófrjósemi að stríða því hún gefur þeim möguleikan á að ganga með og eignast barn.

Þær konur sem þurfa eggjagjöf eru:

  • Konur sem misst hafa eggjastokka á yngri árum, t.d. vegna krabbameins eða skurðaðgerða.
  • Konur sem hafa farið á breytingaskeið fyrir 40 ára aldur, en það getur átt sér stað hjá um 1% kvenna.
  • Konur sem hafa alvarlega arfgenga sjúkdóma þar sem hætta er talin á að móðir beri sjúkdóm yfir í barn.
  • Konur með eggjastokka sem svara ekki lyfjameðferð í glasagrjóvgun
  • Konur sem hafa gengist undir margar árangurslausar glasafrjóvganir.
  • Konur sem eru orðnar eldri en 43 ára.

Eggjagjöf getur annað hvort verið nafnlaus eða undir nafni og ráða þá óskir bæði eggjagjafa og eggþega.