Við erum komin í samstarf við 2 nýja sæðisbanka!

4 Sep 2025

Það gleður okkur mikið að tilkynna samstarf okkar við 2 nýja sæðisbanka. Við erum nú í samstarfi við fjóra flotta banka sem allir eru viðurkenndir sæðisbankar og vinna eftir ströngum stöðlum hvað varðar uppvinnslu á sæðisgjöfum og skimanir sem tilvonandi sæðisgjafar fara í gegnum.