Þau gleðilegu tíðindi bárust í lok maí að heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um aukna greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði þeirra sem fara í tæknifrjóvgun.
Reglugerðin tók gildi 31.05.2019 og breytingarnar eru eftirfarandi:
- Hlutdeild sjúkratrygginga hækkar í 65% vegna annarrar meðferðar í glasa- eða smásjárfrjóvgun.
- Fyrir þriðju og fjórðu meðferð í glasa- eða smásjárfrjóvgun verður greiðsluþátttaka sjúkratrygginga 65%.
- Hlutdeild sjúkratrygginga vegna fyrstu meðferðar í glasa- eða smásjárfrjóvgun hækkar úr 5% í 65% ef um er að ræða ófrjósemisvandamál vegna lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings. Hjá öðrum verður greiðsluþátttakan óbreytt.
- Sjúkratryggingar munu eftir reglugerðarbreytinguna taka þátt í kostnaði við frystingu á fósturvísum ef um er að ræða ófrjósemisvandamál vegna lyfjameðferðar, geislameðferðar eða beinmergsflutnings.
Upphaflegu reglugerðina má nálgast á vef stjórnartíðinda hér og þessar nýtilkomnu breytingarnar á henni hér.