Aðstæður á rannsóknarstofunni
Til þess að fósturvísar og kynfrumur dafni vel þarf umhverfi þeirra að vera sem best. Því er notast við hitaskápa sem líkja eftir aðstæðum í líkamanum með ákveðið súrefnis-, raka- og sýrustig.
Reglulega er fylgst með hitaskápunum og þeir tengdir sérstöku öryggiskerfi til að tryggja að aðstæður séu réttar.
Öll vinna með fósturvísa og kynfrumur fyrir utan hitaskápa á sér stað í sérhönnuðum bekkjum með heitri borðplötu til að truflunin verði sem minnst.
Til þess að skapa frumunum og fósturvísunum sem bestar aðstæður notum við sérútbúið loftræsikerfi á rannsóknarstofunni. Þetta kerfi sér til þess að yfirþrýstingur er til staðar og kemur þannig í veg fyrir að óæskileg efni og agnir komist inn í umhverfið á rannsóknarstofunni okkar.