Starfsfólk
Fagstjórar lækninga, hjúkrunar og rannsóknarstofu leiða faglegt starf.
- Fagstjóri lækninga: Snorri Einarsson
- Fagstjóri hjúkrunar/móttöku: Birna Ólafsdóttir
- Fagstjóri rannsóknarstofu: Steinunn Þorsteinsdóttir
Birna Ólafsdóttir
Deildarstjóri
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
Birna er deildarstjóri móttökudeildar Livio og hóf störf 2018. Áður starfaði hún sem ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítala Háskólasjúkrahús í 16 ár. Einnig hefur hún unnið á sængurlegudeild og mæðravernd. Af og til sinnir hún heimaþjónustu í sængurlegu. Birna hefur gaman af fjallgöngum í fallegri náttúru.
Bríet Bjarkadóttir
Fósturfræðingur
Bríet er með BS-gráðu í lífefna- og sameindalíffræði frá HÍ og lauk meistaraprófi í klínískri fósturfræði frá Oxford háskóla 2016. Hún starfaði hjá Livio 2016-17 og sneri svo aftur til Bretlands í doktorsnám til að rannsaka varðveislu á frjósemi í stúlkum og konum sem þurfa að gangast undir krabbameinsmeðferð. Hún lauk doktorsprófi í Women´s and Reproductive Health frá Oxford háskóla 2021 og hóf aftur störf hjá Livio í september 2021. Bríet hefur gaman af eldamennsku, garðyrkju og nýtur þess að eyða tíma með fjölskyldu og vinum.
Hadda Fjóla Reykdal
Móttökuritari
Hildur Árnadóttir
Móttökuritari
Hildur er móttökuritari hjá Livio og hóf störf 2020. Hildur vann í UT geiranum til margra ára sem ráðgjafi áður en hún flutti sig til okkar. Hún hefur gaman af alls kyns hreyfingu og unir sér best úti í guðs grænni náttúrunni.
Hilmar Björgvinsson
ESHRE vottaður Klínískur fósturfræðingur
Hilmar útskrifaðist með BS gráðu 1991 frá Líffræðiskor HÍ og MS gráðu í lífeðlisfræði frá Læknadeild HÍ 1996. Hann hóf störf á Glasafjórgvunardeild Landspítala 1996 og hefur hlotið vottun frá ESHRE sem klínískur fósturfræðingur.
Hólmfríður Rósa Jóhannsdóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
Umsjónarmaður eggja- og sæðisbanka Livio
Hólmfríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2009 og sem ljósmóðir frá Karolinska Institutet árið 2018. Hún bættist í Livio hópinn árið 2022 en áður hefur hún starfað m.a. á Vökudeild Landspítalans og við mæðra- og ungbarnavernd. Í Svíþjóð starfaði hún á Vökudeild ásamt Fæðingar-, sængurlegu-og meðgöngudeild Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Í frítíma sínum nýtur Hólmfríður þess að prjóna, hlaupa og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum.
Hugrún Hörn Guðbergsdóttir
Læknir
Hugrún útskrifaðist frá læknadeild árið 2011 (University of Debrecen Faculty of Medicine)
Lokið meginhluta sérnáms í kvensjúkdóma og – fæðingalækningum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.
Var fulltrúi íslenskra sérnámslækna í NFYOG frá 2015-2017 ( Nordic Federation of Young Obstetricians and Gynecologists). Starfað síðastliðin þrjú ár á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nýverið lokið fæðingarorlofi og jógakennaranámi. Hóf störf á Livio 2022 og er með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur þeim fræðum. Hugrún nýtur þess einna helst að eiga gæðastundir með sínum nánustu, stunda yoga, ferðast, lesa góða bók og ganga í fallegri íslenskri náttúru.
Jenný Vigdís Þorsteinsdóttir
Móttökuritari
Jenný vinnur í móttökudeild Livio og hóf störf 2020. Hún hefur áður unnið við móttöku ásamt því að hafa lært bókhald og unnið við það í nokkur ár. Jenný hefur gaman af samverustundum með fjölskyldu og vinum, og að fylgjast með hinum ýmsu íþróttum.
Júlía Dögg Haraldsdóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
Júlía útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur við Háskóla Íslands árið 2011. Hún lauk ljósmæðranámi í Gautaborg árið 2022 og mastersnámi sem við kemur heilsu kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu árið 2023. Í Svíþjóð starfaði hún á sængurlegudeild á Östra sjúkrahúsinu í Gautaborg árið 2020. Einnig hefur hún dýrmæta reynslu af vinnu sem hjúkrunarfræðingur á lungnadeildinni á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg árið 2018-2019. Hún hóf störf hjá Livio í apríl árið 2023. Júlía nýtur þess að vera með fjölskyldu og vinum. Hún elskar ferðalög, að fara í ræktina, sund, hlusta á hljóðbók og ganga í íslenskri náttúru.
Kristín Guðmundsdóttir
Sjúkraliði
Kristín er sjúkraliði og vinnur í móttökudeild Livio. Hún hóf störf við opnun Livio 2016 en vann áður hjá Art Medica frá 2007. Þar áður hjá Hrafnistu Hafnarfirði. Kristín nýtur þess að hlaupa um allar koppa grundir og eiga góðar stundir með fjölskyldunni.
Ragnheiður Valdimarsdóttir
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir
Ragnheiður er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Hún lauk sérfræðiprófi frá Háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum í Svíþjóð og er doktorsnemi við Háskólann í Uppsölum. Ragnheiður hóf störf á Livio árið 2022. Í frítíma sínum nýtur hún sín best með fjölskyldunni, helst úti í náttúrunni og eru fjallgöngur, skíði og ferðalög efst á lista.
Salma Kaddouri
Fósturfræðingur
Salma er frá Spáni og hefur verið búsett á Íslandi frá 2019. Salma bættist í Livio hópinn 2021. Hún er með BS í Líffræði frá Háskólanum í Murcia og MS í Human Reproduction frá Kanarí eyjum. Salma elskar útivist og klifur, ferðalög, jóga, matseld ásamt gæðastundum með fjölskyldu og vinum.
Sesselja Theodórsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Sesselja útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2021. Samhliða náminu vann hún meðal annars á taugalækningadeild og bráðamóttökunni í Fossvogi. Eftir útskrift vann hún á barnadeildinni. Hún hóf störf hjá Livio árið 2023 og tekur þátt í samfélagsmiðla teyminu. Sesselja nýtur þess að ferðast og að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum.
Signý Hersisdóttir
ESHRE vottaður Klínískur fósturfræðingur
Signý útskrifaðist með Bs. gráðu í lífeindafræði frá Háskóla Íslands. Að auki er hún með Gr.Diplóma gráðu í Reproductive Science og Ms gráðu í Clinical Embryology frá Monash Universisty í Ástralíu. Hún vann sem fósturfræðingur hjá Livio í Stokkhólmi í 3 ár áður en hún fluttist aftur heim og hóf störf hjá okkur árið 2018. Árið 2024 hlaut hún vottun ESHRE sem Senior Clinical Embryologist.
Sigurveig Magnúsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Sigurveig útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2006 og er einnig með framhaldsdiplóma úr hjúkrun aðgerðasjúklinga. Hún hóf störf hjá Livio 2020 en vann áður á barnadeild, heilsugæslu, blóðlækningadeild Landspítalans og Vöknun í Fossvogi. Sigurveig nýtur samverustunda með fjölskyldunni en hún á þrjú börn með manni sínum, hefur gaman af fjallgöngum og útiveru og æfir einnig ketilbjöllur af kappi.
Snorri Einarsson
Yfirlæknir
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir
Snorri er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum og hefur starfað við ófrjósemislækningar frá 2006. Hann hlaut viðurkenningu sem sérfræðingur með ófrjósemislækningar sem undirsérgrein árið 2012 og er kennari við læknadeild Háskóla Íslands. Snorri er virkur í rannsóknum á sviði ófrjósemi og hefur birt niðurstöður rannsókna sinna í ritrýndum vísindatímaritum og lauk árið 2021 doktorsnámi. Snorri er framkvæmdastjóri, yfirlæknir og einn af stofnendum Livio Reykjavík og hefur starfað þar frá því að deildin opnaði árið 2016. Í frítímanum er það fjölskyldan og börnin fjögur sem skipa stærstan sess og ekki er það verra ef öll fjölskyldan er saman á ferðalögum, í golfi eða á skíðum.
Steinunn Þorsteinsdóttir
Rannsóknarstofustjóri
Fósturfræðingur
Steinunn er deildarstjóri rannóknarstofu Livio og ein af stofnendum Livio Reykjavík. Hún er lífeindafræðingur og hefur unnið við glasafrjóvganir síðan 1998. Fyrst á Landspítalanum, síðar hjá Art Medica og nú Livio. Steinunn hefur áhuga á golfi, hlaupum, hjólreiðum og sundi og er járnkall.
Þorbjörn Have Jónsson
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir
Þorbjörn er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum, en með meðferð og greiningu frjósemisvandamála sem aðalstarfssvið. Hann flutti til Íslands með fjölskyldu sinni 2019 og hefur verið í starfshópi Livio frá ársbyrjun 2020. Hann er ástríðukokkur utan vinnutíma og nýtur þess að kynnast íslenskri náttúru aftur.
Einnig njótum við liðsinnis eftirfarandi sérfræðinga:
Ástdís Pálsdóttir Bang
Sálfræðingur
Sigurlaug H. Traustadóttir
Félagsráðgjafi
Helga Sól Ólafsdóttir
Félagsráðgjafi