Að undanförnu hafa fjölmiðlar á Íslandi greint frá því að danskur sæðisgjafi hafi reynst bera erfðabreytingu sem eykur líkur á krabbameini hjá börnum. Fjöldi barna hefur fæðst víða í Evrópu á árunum 2006 til 2023 eftir frjóvgun með sæði frá umræddum gjafa. Sæðið var einnig notað á Íslandi hjá Art Medica.