Afstaða Livio vegna frétta um danskan sæðisgjafa frá Evróska sæðisbankanum (European Sperm Bank)
Að undanförnu hafa fjölmiðlar á Íslandi greint frá því að danskur sæðisgjafi hafi reynst bera erfðabreytingu sem eykur líkur á krabbameini hjá börnum. Fjöldi barna hefur fæðst víða í Evrópu á árunum 2006 til 2023 eftir frjóvgun með sæði frá umræddum gjafa. Sæðið var einnig notað á Íslandi hjá Art Medica.
Hjá Livio teljum við mjög mikilvægt að takmarka fjölda fjölskyldna á hvern gjafa og að hafa evrópska gjafaskrá. Í sameiningu hafa allar frjósemisstofur innan Livio samsteypunnar tekið þátt í umræðum um nýja og traustari alþjóðlega löggjöf um kynfrumugjafa og þörfina fyrir fleiri gjafa til að velja úr. Við styðjum einnig að fullu strangari afstöðu ESHRE (félag frjósemislækninga í Evrópu) til sæðisgjafa.
Skjólstæðingum Livio er alltaf hjartanlega velkomið að hafa samband við okkur til að ræða sitt einstaka mál.