Frysting á kynfrumum/fósturvísum
Við glasafrjóvgun geta fleiri en einn góður fósturvísir orðið til í meðferð. Góðir fósturvísar sem ekki eru notaðir í til uppsetningar eru frystir með aðferð sem kallast glerjun. Þessi aðferð felur í sér að fósturvísirinn er snögg frystur. Frystingin gerist það snöggt að ekki myndast kristallar í umfryminu heldur storknar það líkt og gler. Gert er lítið gat á ytri frumulag fósturvísisins og hann svo settur í nokkrar mismunandi frystilausnir til þess að vatnið leiti út úr frumunum. Fósturvísirinn er síðan settur á lítinn spaða og er umlukinn örlitlu magni af frystilausn. Spaðanum er komið fyrir í fyrirfram kældu strái sem er innsiglað og geymt ofan í fljótandi köfnunarefni. Ferli þetta tekur aðeins nokkrar mínútur.
Þegar frysta á ófrjóvguð egg er notast við sömu aðferð og fyrir fósturvísa, eini munirinn er önnur samsetning frystilausna.
Við frystingu á sáðfrumum er frystilausn blandað saman við sæðissýnið og því komið fyrir í innsigldum stráum, stráin eru kæld áður en þau eru fyrst í sérstöku baði.
Allar frystar kynfrumur og fósturvísar eru geymd í fljótandi köfnunarefni, sem að hefur hitastigið – 196°C, í sérstökum geymslutönkum eins og á myndinni fyrir neðan.
Samkvæmt íslenskum lögum má geyma frystar kynfrumur (egg og sæði) í 50 ár en frysta fósturvísa í 35 ár.