Frumuskipting fósturvísa
Frjóvgun á sér venjulega stað þegar eggi og sáðfrumum er blandað saman. Daginn eftir að egg er tekið úr eggjastokki eiga tveir forkjarnar að sjást inn í eðlilega frjóvguðu eggi. Seinna sama dag renna forkjarnarnir saman og fyrsta frumuskiptingin á sér stað. Næstu daga á eftir heldur fósturvísirinn áfram að skipta sér.
Tveimur dögum eftir eggheimtu ætti fósturvísirinn að hafa 4-6 frumur og á degi þrjú ætti fósturvísirinn að vera orðin 8-12 frumur. Frumuskipting heldur áfram og á degi fjögur þétta frumurnar sig saman svo skil á milli þeirra hverfa og er þá fósturvísirinn orðinn að mórúlu. Eftir fimm til sex daga ræktun ætti fósturvísirinn að hafa náð s.k. kímblöðrustigi og innihalda 150-200 frumur. Fósturvísir, sem kallast kímblaðra, hefur þá stækkað og frumurnar hafa skipt sér í tvö lög, innri frumuþyrpingu sem er fyrsti vísir að fóstri og ytra frumu lag sem kallast ytri frumur sem myndar fylgju. Egghjúpurinn, sem er utan um fósturvísinn, hefur breyst og er orðinn miklu þynnri. Áður en að fósturvísirinn festir sig í leginu, þá myndast gat á egghjúpinn og kímblaðran fer út og festir sig við slímhúð legsins.
Ef meðferðin gefur þér fimm eða fleiri frjóvguð egg þá aukast líkurnar á að hægt sé að rækta fósturvísana fram á kímblöðrustig. Við það fá fósturfræðingar meiri upplýsingar um fósturvísana og þar af leiðandi eykur það líkurnar á þungun.