Spurningar og svör um eggjagjöf

Hér finnir þú svör við algengum spurningum sem við fáum varðandi eggjagjöf. Ef þú hefur frekari spurningar er þér velkomið að hafa samband við okkur.

Hvernig gerist ég eggjagjafi?
Fyrsta skrefið er að fylla út umsóknina og heilsufarsskýrsluna. Þegar þú hefur svarað spurningunum og ljóst er að þú uppfyllir grunnskilyrðin fyrir eggjagjöf þá höfum við samband við þig. Næsta skref er að fá tilvísun í blóðsýnatöku til að skoða frjósemishormón sem gefa okkur vísbendingar um gæði eggja þinna. Haft verður samband við þig þegar niðurstöður úr blóðsýnatökunni liggja fyrir, og ef þær eru viðunandi verður þér gefinn tími í læknisskoðun og í viðtal hjá félagsráðgjafa.

Get ég verið nafnlaus gjafi?
Persónuupplýsingar um þig verða geymdar í Eggja- og sæðisbanka Livio. Samkvæmt íslenskum lögum nýtur þú nafnleyndar gagnvart verðandi foreldrum og barni ef þú óskar þess.

Fá aðrir að vita að ég er gjafi?
Nei, nafn þitt og aðrar persónuupplýsingar eru verndaðar með dulkóðun hjá Eggja- og sæðisbanka Livio og ekki afhentar öðrum.

Hversu oft er hægt að gefa egg?
Flestar konur gefa egg 1-3 sinnum. Það verður að líða minnst einn tíðahringur á milli gjafa.

Fæ ég þóknun?
Lög kveða á um að líffæra- og vefjagjafir skuli ævinlega vera fyrst og fremst í velgjörðarskyni. Þess vegna skal líta á eggjagjöf sem gjöf, fúslega veitta, til viðtakandans. Eggjagjafar fá greiðslu sem nemur 150.000 krónur fyrir hverja samþykkta gjöf.

Hversu mörg börn mega vera getin með frjóvguðum eggjum frá mér?
Samkvæmt íslenskum lögum má eggjagjafi að hámarki gefa egg til tveggja fjölskyldna, en einnig er heimild að gefa til erlendra barnlausra para eða kvenna. Lög viðkomandi landa eiga við hverju sinni.

Hvernig get ég orðið eggjagjafi?
Fylltu út umsóknina og heilsufarsskýrsluna og við höfum samband við þig varðandi næstu skref.

Gilda aldurstakmörk um gjafa?
Æskilegt er að eggjagjafi sé á aldrinum 23 ára til 35 ára

Hvaða rannsóknir þarf ég að gangast undir til að verða gjafi?
Til að byrja með tökum við blóðsýni til að rannsaka frjósemishormón í blóðinu. Þessar niðurstöður gefa oft góða vísbendingu um fjölda eggja og gæði þeirra. Síðar í rannsóknarferlinu skimum við einnig fyrir smitsjúkdómum og vissum erfðasjúkdómum. Þú ert auðvitað alltaf upplýst um niðurstöður þessara prófa. Hér er hægt að kynna sér rannsóknirnar sem gerðar eru.

Get ég orðið gjafi ef ég hef fengið klamydíu?
Já, þú getur gerst gjafi þótt þú hafir fengið meðhöndlun vegna klamydíusmits.