Kórónaveira/Covid-19

12 mar 2020

Uppfært 28. apríl 2020.

Mikilvægar upplýsingar fyrir skjólstæðinga okkar vegna Covid-19

Frá 4. maí n.k. munum við hjá Livio hefja starfsemi að fullu eftir að hafa þurft að draga verulega úr henni vegna Covid-19 faraldursins.

Við fylgjumst áfram með þróun mála og leiðbeiningum frá almannavörnum, embætti landlæknis, sóttvarnalækni og heilbriðgisráðherra og uppfærum heimasíðu okkar og samfélagsmiðla (fésbókina og instagram) með nýjustu fréttum og breytingum sem gætu orðið.

Mikilvægt er að þeir sjúklingar eða gestir sem eiga tíma hjá okkur og eitthvað af eftirfandi á við;

    • þú hefur einkenni sem gætu tengst Covid-19, svo sem hósta, hita, bein- og vöðvaverki, þreytu og slappleika, jafnvel þó einkennin séu væg,
    • þú hefur hitt einhvern með staðfesta Covid-19 sýkingu eða í áhættu fyrir sýkingu,
    • þú ert í sóttkví eða einangrun vegna Covid-19,
    • þú hefur dvalið á sjúkrahúsi eða sjúkrastofnun þar sem gætt var staðfestra tilfella af Covid-19,

biðjum við að hafa samband við okkur með því að hringja í síma 430-4000 áður en haldið er til okkar. Þó að erfitt gæti verið að ná inn til okkar í gegnum síma, biðjum við ykkur um að halda ykkur heima þar til sambandi hefur verið náð við okkur. Ef svo fer að hætta þarf við tímann finnum við nýjan tíma fyrir ykkur og gjald verður ekki tekið fyrir þann afbókaða. Þessar aðgerðir eru til þess að vernda skjólstæðinga okkar, starfsfólk og starfsemi.

Ef spurningar vakna má alltaf leita til okkar með því að hringja til okkar í síma 430-4000 eða senda okkur tölvupóst á netfangið: reykjavik@livio.is

Kær kveðja frá starfsfólki Livio.