Covid bólusetning hjá konum sem eru í meðferð hjá Livio

25 Jan 2021
  • Konur sem eru að hefja meðferð hjá Livio mega gjarnan fá bólusetningu gegn Covid-19, óháð áhættuþáttum.
  • Fyrir konur sem mælt er með að bólusetja vegna starfa í framlínu við umönnun Covid veikra einstaklinga er eindregið mælt með bólusetningu áður en meðferð hefst.
  • Fyrir konur með þekkta áhættuþætti s.s. háþrýsting, offitu, sykursýki eða önnur alvarleg heilsufarsvandamál er mælt með bólusetningu áður en meðferð hefst, ef þess er kostur. Ef ekki, þar sem einstaklingurinn er neðarlega á forgangslista sóttvarnarlæknis, þarf ekki að fresta meðferð.

Ef spurningar vakna má alltaf leita til okkar með því að hringja til okkar í síma 430-4000 eða senda okkur tölvupóst á netfangið: reykjavik@livio.is