Kímblöðruræktun (blastocyst)

Eftir fimm til sex daga ræktun ætti fósturvísirinn að hafa náð s.k. kímblöðrustigi og innihalda 150-200 frumur. Fósturvísir, sem kallast kímblaðra, hefur þá stækkað og frumurnar hafa skipt sér í tvö lög, innri frumuþyrpingu (inner cell mass) sem er fyrsti vísir að fóstri og ytra frumu lag sem kallast ytri frumur (trophectoderm) sem myndar fylgju. Egghjúpurinn, sem er utan um fósturvísinn, hefur breyst og er orðinn miklu þynnri. Áður en að fósturvísirinn festir sig i leginu, þá myndast gat á egghjúpinn og kímblaðran fer út og festir sig við slímhúð legsins.

Ef meðferðin gefur þér fimm eða fleiri frjóvguð egg þá aukast líkurnar á að hægt sé að rækta fósturvísana fram á kímblöðrustig.

Þegar að fósturvísir verður að kímblöðru eykur það líkurnar á þungun.