Ný rannsókn hjá Livio

 

Nú byrjum við fyrstu stóru rannsóknina sem Livio Reykjavík hefur tekið þátt í.

Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga hvort hin nýja hikmyndatækni (time-lapse), sem notuð er við ræktun fósturvísanna, geti auðveldað val á þeim fósturvísi sem hefur bestan möguleika á að mynda fóstur. Öll pör sem fara í gegnum glasafrjóvganir hjá okkur og fara í svokallaða kímblöðurræktun (fósturfærslu á 5. ræktunardegi) verður gefinn kostur að vera með. Rannsóknin er hluti af stórri rannsókn sem fer fram á deildum í Svíþjóð og Norgi ásamt hér á Íslandi.

Rannsóknin fer þannig fram að farið er í gegnum hefðbundna glasafrjóvgunar-meðferð og ef valið er að taka þátt í rannsókninni þá ræður tilviljun því hvort hikmyndatæknin verður notuð til að velja besta fósturvísinn eða hefðbundin útlitseinkenni notuð. Allir fósturvísar verða ræktaðir í sama ræktunarskápnum.

Þeir fósturvísar sem ekki verða settir upp (og eru af nægjanlegum gæðum) verða frystir eins og venjulega. Sé kosið að taka ekki þátt í rannsókninni hefur það engin áhrif á meðferðina.

Rannsóknin er samþykkt af Vísindasiðanefndinni og hægt er að lesa nánar um rannsóknina í ”Upplýsingum til sjúklinga”.