Smásjárfrjóvgun – ICSI

ICSI er skammstöfun fyrir „Intra Cytoplasmic Sperm Injection“. Smásjárfrjóvgun, er gerð þegar sæðissýnið uppfyllir ekki skilyrði, um fjölda sæðisfrumna og hreyfanleika. Það getur líka verið ástæða til að gera ICSI þegar frjóvgun hefur ekki verið nógu góð í hefðbundinni glasafrjóvgun. Við smásjárfrjóvgun er frjóvgað undir smásjá með því að koma einni sæðisfrumu fyrir inn í egginu. Það er gert með hárfínum gler pípettum. Þá er halinn brotinn af einni sæðisfrumu og hún fönguð upp í pípettuna sem er stungið inn í eggið og það frjóvgað.

Að öðru leyti er meðferðin eins og í hefðbundinni glasafrjóvgun.