ICSI meðferð

Hormónameðferð konunnar

Í IVF meðferðum eru í meginatriðum notaðar tvær aðferðir: Agonistameðferðir (löng hormónameðferð) og antagonistameðferðir (stutt hormónameðferð).

Aukaverkanir

Lyfin sem notuð eru við meðferðirnar geta valdið lítils háttar aukaverkunum.

Algengustu aukaverkanir bælingarlyfja (Suprecur) eru: Höfuðverkur, þreyta, skapbreytingar og þyngdarbreytingar.

Algengustu aukaverkanir örvunarlyfjanna eru: Marblettir, verkir, roði, bólga og kláði á stungustað.

Langtímaverkanir

Eftir því sem best er vitað er engin ástæða til að halda að ICSI meðferðir auki hættu á sjúkdómum í framtíðinni svo sem krabbameinum.

Frjóvgun

Frjóvgun er gerð með sæði frá maka eða gjafasæði.

Uppsetning fósturvísa

Fósturvísarnir eru varðveittir á rannsóknarstofunni við tryggar aðstæður í allt að 5 daga fyrir uppsetningu.  Fósturvísar eru færðir inn í legið á degi, 2, 3, eða 5.

Frysting

Í vissum tilfellum er mögulegt að frysta umfram fósturvísa. Einungis er hægt að frysta og þíða fósturvísa sem uppfylla vissar kröfur um gæði.

Öryggi

Við viðhöfum strangar öryggisreglur á klíníkinni til þess að koma í veg fyrir rugling á eggjum, sáðfrumum og frjóvguðum eggjum milli sjúklinga.

Sálrænir þættir

Fyrir marga getur meðferðin haft í för með sér töluvert andlegt álag.  Við erum meðvituð um að hlúa þarf að þessum þætti samhliða meðferðinni.

Áhrif lífsstíls

Það er margt í lífsstílnum sem getur haft áhrif. Til dæmis yfirvikt, undirvikt og reykingar. Stefnt er að því að bjóða upp á hjálp við offitu á klíníkinni.

Sæðisrannsóknir

Við gerum sæðisrannsóknir. Í vissum tilfellum getur verið nauðsynlegt að vísa mönnum einnig til þvagfæraskurðlæknis.

Samþykki

Fyrir sérhverja meðferð verður að skrifa undir upplýst samþykki.

Hjúskaparstaða

Í lögum um tæknifrjóvganir kemur fram að pör sem fara í meðferð verða að vera annað hvort gift eða skráð í sambúð.  Þjóðskrá